fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Immobile hetjan gegn Celtic – Shakhtar með mikilvægan sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 19:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Meistaradeild Evrópu.

Í E-riðli mættust Lazio og Celtic á Ítalíu og fór fyrrnefnda liðið með sigur af hólmi. Ciro Immobile skoraði tvö mörk með stuttu millibili, á 82. og 85. mínútu. Lokatölur 2-0.

Úrslitin þýða að Lazio er á toppi deildarinnar með 10 stig, 2 stigum á undan Atletico Madrid og 4 á undan Feyenoord. Celtic er á botninum með 1 stig.

Í E-riðli tók Shaktar Donetks á móti Royal Antwerp og vann 1-0 sigur. Mykola Matviyenko skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu.

Shakhtar er því með 9 stig í riðlinum eins og Barcelona og Porto en síðarnefndu liðin eiga eftir að spila tvo leiki í riðlinum en Shakhtar aðeins einn.

Royal Antwerp er á botninum án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur