fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Hörður hvetur Vöndu og hennar fólk í KSÍ til að gera þetta hið snarasta – „Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fimm árum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, knattspyrnulýsandi og sparkspekingur með meiru, vill sjá KSÍ ráða Arnar Gunnlaugsson sem landsliðsþjálfara fyrir umspilið um sæti á EM karla í mars.

Þetta segir Hörður í hlaðvarpinu Chess After Dark. Åge Hareide er núverandi landsliðsþjálfari og með samning út umspilið en þar mætir Ísland Ísrael í undanúrslitum og líklega Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar ef sá leikur vinnst.

„Ég held að sambandið ætti að þakka Åge Hareide fyrir vel unnin störf og ráða Arnar Gunnlaugsson,“ segir Hörður.

Arnar Gunnlaugsson hefur auðvitað heillað mikið sem þjálfari Víkings undanfarin ár og er hann orðaður við Norrköping í Svíþjóð þessa dagana.

„Engin spurning, ég er kominn á þá skoðun. Norrköping er að falast eftir honum og hann er búinn að vinna tvisvar sinnum tvöfalt með Víkingi. Það segir mér bara ansi mikið. Hann er með persónuleikann og ástríðuna til að taka þetta. Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fimm árum en af hverju eigum við ekki að verðlauna hann fyrir það sem hann hefur gert?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Í gær

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið