fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Halldór furðar sig á reglunum: Lýsir súrealískum aðstæðum í upphafi mánaðar – „Það er auðvitað svolítið sérstakt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, furðar sig á því að liðið megi ekki spila á Kópavogsvelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið hefur þurft að spila tvo heimaleiki sína í keppninni hingað til á Laugardalsvelli við misgóðar aðstæður.

Breiðablik varð undir lok sumars fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Hefur liðið spilað fjóra leiki þar, tvo heima og tvo úti. Allir hafa tapast.  Aðstæður í síðasta heimaleik liðsins á Laugardalsvelli gegn Gent þann 9. nóvember voru ekki upp á marga fiska.

„Þau í Laugardalnum eru búin að gera allt fyrir okkur, haft völlinn eins góðan og hægt er og öll umgjörð hefur verið fín,“ sagði Halldór í sjónvarpsþættinum 433.is.

video
play-sharp-fill

Hann bendir á að þó svo 1700 manns hafi verið á leiknum í Laugardal hafi stúkan virkað tóm og að stemningin hefði verið betri á Kópavogsvelli.

„Það er auðvitað svolítið sérstakt að þegar UEFA setur þessa Sambandsdeild á laggirnar, það er auðvitað vitað að það komist minni þjóðir og minni lið í þessa keppni, að það gildi sömu reglur sama hvort þú komir frá 80 milljóna manna þjóð eða 400 þúsund. Það eru sömu reglur, þurfa að vera jafnmörg sæti og svo framvegis. Það er undarlegt.

Ef þessi keppni á að vera einhver gulrót fyrir minni þjóðir og minni lið þá, með fullri virðingu, er fullur Kópavogsvöllur miklu sjónvarpsvænni en frosinn Laugardalsvöllur og það er eins og enginn sé á vellinum. En svona eru reglurnar og við vissum það.“

Úr útileik Blika gegn Gent. Getty Images

Halldór segir það miður að ekki séu betri aðstæður til fótbotlaiðkunar á hæsta stigi yfir veturinn á Íslandi.

„Þetta er kannski eitthvað sem Ísland hefði þurft að pæla í fyrr. Klaksvík fer í þessa keppni og var með allt klárt, vissu nákvæmlega hvað þeir voru að fara út í. Mögulega hefði Ísland átt að vera klárt með einhvers konar völl sem tekur þá 4 þúsund manns í sæti og er með aðeins sterkari flóðljós og er hybrid eða gervigras. Þannig gætu landsleikir yfir vetrartímann farið fram hérna á veturna og þessi lið sem eru að fara í riðlakeppni hefðu þá einhvern stað til að leita á.“

Halldór kom aftur inn á aðstæðurnar í síðasta leik.

„Kantarnir í Gent leiknum voru gaddfreðnir. Það var ómögulegt að taka hornspyrnur, línuverðirnir stóðu varla í lappirnar. Þetta voru mjög frumstæðar aðstæður þó svo að allt hafi verið gert fyrir völlinn, það er bara mjög erfitt á Íslandi í nóvember,“ sagði hann.

Breiðablik spilar sinn síðasta heimaleik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í bili á fimmtudag. Er hann gegn Maccabi Tel Aviv.

Ítarlegt viðtal við Halldór má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sögðu skilið við svekkelsið í gær

Sögðu skilið við svekkelsið í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
Hide picture