fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

VAR fundur á Englandi í dag – Skoða að gefa tækninni meira vægi og leikurinn yrði þá 120 mínútur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 10:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn í enskum fótbolta sitja nú á fundi og ræða breytingar á VAR tækninni þar í landi, til skoðunar er að gefa VAR meira vald á leiknum.

Þannig segja ensk blöð frá því að mögulega verði VAR tæknin notuð til að dæma um aukaspyrnur, hornspyrnur og gul spjöld.

Í dag má aðeins nota tæknina til að skoða vítaspyrnur, mörk og rauð spjöld.

Nú vilja margir í enskum fótbolta auka vald VAR og því gæti leikurinn orðið ansi langur ef tæknin fer yfir nánast öll vafaatriði leiksins.

Fundurinn í dag fer fram á hóteli nálægt Heathrow en ensk blöð telja að knattspyrnuleikurinn gæti orðið í kringum 120 mínútur með þessum breytingum. Breytingarnar tæku gildi á næstu leiktíð.

Með komu VAR hefur leikurinn orðið lengri og ekki er óvanalegt að leikurinn fari vel yfir 100 mínútur í dag. Tæknin er þó umdeild og ekki allir sáttir með það hvernig hún er notuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?