fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Vítaveisla í Lundúnum í kvöld þegar Fulham stal sigrinum í uppbótartíma

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. nóvember 2023 22:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var vítaveisla í síðari hálfleik þegar Wolves heimsótti Fulham í London í kvöld. Um var að ræða síðasta leik 13 umferðar í ensku úrvalsdeildinni.

Alex Iwobi kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha jafnaði fyrir gestina.

Heimamenn komust aftur yfir í síðari hálfleik en þá skoraði Willian úr vítaspyrnu sem var dæmd og staðfest í gegnum VAR tæknina.

Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu en úr henni skoraði hinn öflugi, Hwang Hee-chan og töldu gestirnir sig vera að næla í stig.

Það var hins vegar dæmd þriðja vítaspyrna leiksins með VAR tækninni og Willian fór á punktinn. Hann var öruggur þar og tryggði Fulham 3-2 sigur.

Fulham fer upp i fimmtán stig með sigrinum sem er sami fjöldi stiga og Wolves er með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi