fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Helltist úr súpupotti yfir ungling

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 07:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var um vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt eins og svo oft áður á aðfaranótt sunnudags.

Í dagbók embættisins kemur fram að óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur vegna einstaklings sem neitaði að greiða fyrir veitingar sem hann hafði pantað.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að heimili í hverfi 170 en þar hafði helst úr súpupotti yfir ungling. Ekki er vitað um alvarleika brunasára.

Tilkynnt var sömuleiðis um þjófnað úr verslun í hverfi 108.

Í hverfi 101 var tilkynnt um húsbrot. Einn einstaklingur var handtekinn á vettvangi grunaður í málinu. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og er hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Tilkynnt var umferðaróhapp í hverfi 104 en þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Tilkynningu fylgdi að tveir einstaklingar hefðu gengið í burtu frá bifreiðinni. Tveir einstaklingar sem pössuðu við lýsingu tilkynnanda voru handteknir skammt frá og eru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 108 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynnt var umferðaróhapp í hverfi 108 en þar hafði ökumaður ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og er vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.

Tvær bifreiðar voru stöðvaðar í hverfi 101 en ökumenn beggja eru grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkar. Einn einstaklingur handtekinn grunaður í málinu og er hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um aðra líkamsárás í miðbænum en nánari lýsingar fylgja ekki tilkynningu lögreglu.

Einstaklingur var handtekinn í hverfi 105 fyrir að trufla umferð um Sæbraut. Við afskipti sló hann lögreglumann og hafði í hótunum við lögregluumenn. Einstaklingurinn er vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.

Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í hverfi 221.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi 220 en þar hafði bifreið verið ekið á kyrrstæða hluti og valdið töluverðu tjóni. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og er hann vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að skemmtistað í  hverfi 220 vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða utan við staðinn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi 201 vegna þjófnaðar. Vegna ungs aldurs grunaða er málið unnið með foreldrum og barnavernd.

Höfð voru afskipti af einstaklingi í hverfi 109 en hann er grunaður um vörslu fíkniefna. Þá er grunur um að einstaklingurinn sé í ólöglegri dvöl á landinu og er hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast