Erik ten Hag mun ekki klára tímabilið sem þjálfari Manchester United ef þú spyrð fyrrum leikmann Liverpool, Luis Enrique.
Ten Hag er umdeildur í Manchester borg en hann er ekki vinsæll á meðal allra leikmanna liðsins.
Nefna má Raphael Varane, Jadon Sancho og Donny van de Beek sem eru allir að horfa í að komast annað í janúarglugganum.
Fyrir það losaði Ten Hag sig við Cristiano Ronaldo, goðsögn félagsins, sem spilar í dag í Sádi Arabíu.
Man Utd hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en gengið hefur versnað töluvert í vetur.
,,Ég hef enga trú á því að Erik ten Hag muni klára tímabilið með Manchester United. Ef þeir ákveða að halda honum þá er það því þeir hafa einhverja trú að hann geti lagað hlutina fyrir framtíðina,“ sagði Enrique.
,,Það eru nú þegar nokkrir leikmenn liðsins sem eru ekki hrifnir af honum. Raphael Varane til dæmis og hlutirnir hafa ekki gengið upp með Jadon Sancho, Antony og Cristiano Ronaldo fyrir það.“