fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Óhugnanleg árás náðist á myndband: Hótaði að drepa hann og stal bifreiðinni – ,,Við þurfum að fara héðan“

433
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög óhugnanlegt atvik átti sér stað í Brasilíu fyrir helgi er fyrrum framherjinn Fred var rændur á götum Rio de Janeiro.

Fred er nafn sem margir kannast við en hann var lengi vel landsliðsmaður Brasilíu og skoraði 18 mörk í 39 leikjum.

Fred spilaði síðast með Fluminense í heimalandinu árið 2022 en hann er fertugur í dag og á að baki leiki í Evrópu fyrir Lyon í Frakklandi.

Bifreið Fred var stolið á götum Rio og náðist atvikið á upptöku en sem betur fer er í lagi með þennan fyrrum landsliðsmann.

Einn af glæpamönnunum miðaði byssu að Fred og hótaði honum lífláti eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Rætt var við unnustu Fred eftir atvikið og vill hún flýja land undir eins: ,,Þetta gerist daglega, alls staðar. Við þurfum að fara héðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag