fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Staðfestir að tilboðin frá Sádi hafi heillað – ,,Ég vil ekki missa af því augnabliki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. nóvember 2023 21:00

Bernardo Silva á æfingu á Laugardalsvelli fyrr í sumar. DV/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernardo Silva hefur staðfest það að hann hafi íhugað að yfirgefa Manchester City í sumarglugganum.

Lið frá Sádi Arabíu sýndu Silva mikinn áhuga en hann ákvað að lokum að halda sig á Englandi sem kom í raun mörgum á óvart.

Barcelona var einnig á eftir portúgalska landsliðsmanninum sem hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Man City.

Peningarnir í Sádi tala sínu máli en Silva hefur nú útskýrt af hverju hann ákvað að halda sig á Etihad.

,,Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi ekki íhugað tilboðin frá Sádi. Það sem vekur minn áhuga er að spila í Meistaradeildinni og hlusta á stuðningsmenn Manchester City tryllast í stúkunni,“ sagði Silva.

,,Þeir misstu sig eftir að við skoruðum gegn Real Madrid í undanúrslitunum eða þegar við unnum Inter Milan í úrslitaleiknum. Ég vil ekki missa af því augnabliki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær