fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Fullyrt að Arnar Grétarsson höfði mál gegn KA – „Arnar vill meiri pening“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. nóvember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Hjörvari Hafliðasyni, þá hefur Arnar Grétarsson þjálfari Vals höfðað mál gegn KA. Snýst málið um greiðslur vegna þess að KA komst inn í Evrópukeppni á síðustu leiktíð.

Arnar stýrði KA á síðustu leiktíð en hætti áður en tímabilið var á enda, hann tók svo við þjálfun Vals og stýrði liðinu á síðustu leiktíð.

„Arnar Grétarsson þjálfari Vals er farin í mál við KA, nú er verið að ræða saman. Málið er sérstakt, Arnar Grétarsson vill Evrópubónus frá KA,“ segir Hjörvar í nýjasta þætti Dr. Football.

Hjörvar segir að KA telji að Arnar eigi að fá bónus en hann vill meira en KA er til í að borga.

„Ég held að KA séu ekki að rífast um það að hann eigi að fá þann bónus en Arnar vill meiri pening af því að þeir fóru tvær umferðir áfram,“ sagði Hjörvar en þá var Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins.

„Ég hef rætt við nokkra formenn í deildinni og fengið þeirra álit, þeir sögðu að þetta væri klaufalegur samningur. Mönnum fannst þetta sérstakt.“

Gunnar Birgisson, fréttamaður á RÚV hafði heyrt af málinu og segir. „Þá heyrði ég þetta þannig, að hann hefði verið með prósentu af Evrópuhagnaði í samningi sínum. Það er þá matsatriði hvort það sé heildin eða fyrir það að komast í Evrópu.“

Hjörvar nefndi þá að mögulega væri ekki gáfulegt hjá þjálfara að fara i málaferli við annað félag, Guðjón Þórðarson hefði unnið mál gegn Grindavík en varla fengið starf eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu