fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Lygileg frásögn Kjartans: Henti umslaginu í ruslið um leið – „Taktu hausinn út úr rassgatinu á þér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynsluboltinn og markavélin Kjartan Henry Finnbogason ræðir meðal annars ár sín hjá Celtic í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark. Kappinn hafnaði fjölda samningstilboðum frá félaginu.

Hinn 37 ára gamli Kjartan fór ungur að árum til Celtic frá uppeldisfélaginu KR og var þar í rúm tvö ár. Hann segist hafa verið gífurlega metnaðarfullur og viljað spila með aðalliðinu. Það tókst hins vegar ekki þó svo að hann hafi raðað inn mörkum fyrir varaliðið.

„Maður var bara pirraður á að vera ekki í aðalliðinu. Þetta var bara annar tími. Ég vona að í dag séu umboðsmenn og ráðgjafar sem segja: „Við erum í vegferð. Ekki hugsa svona, bíddu í ár.“ Það var ekkert þannig. Ég var bara vanur að vera í KR og vera langbestur og sagði öllum að fokka sér. Ég var bara alveg trylltur og fannst að ég ætti að spila,“ segir Kjartan.

„Svo meiddist ég og eftir það átti maður voða lítið breik,“ bætti hann við.

Kjartan fékk sannarlega boð um að vera áfram hjá Celtic en hann var ekki til í það á meðan hann var ekki að fá tækifæri með aðalliðinu.

„Þeir buðu mér 2-3 sinnum samning, aftur og aftur og aftur. Ég sagði bara nei, ætlaði að fara. Það var, að ég held, í sambandi við uppeldisbæturnar, þeir þurftu að hafa boðið mér samning til að eiga rétt á einhverju í framtíðinni. Þeir buðu mér alltaf samning en ég sagði bara: „Fokkið ykkur, ég ætla að fara eitthvað annað, alveg ruglaður.“ Svo var ég einu sinni gabbaður inn á skrifstofu til stjórans. Þeir sögðu mér að hann vildi tala við mig. Ég hélt að hann væri að fara að segja mér að ég myndi spila næsta leik eða eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan en það var þó alls ekki málið.

„Þá voru bara einhverjir tveir gaurar úr stjórninni, réttu mér samning svo stjórinn yrði vitni af því að mér hafi verið boðinn samningur. Ég var bara gabbaður inn í eitthvað hliðarherbergi þar sem var vitni að þessu. Ég man ég labbaði út og henti samningsboðinu í ruslið fyrir utan völlinn. Ég hugsa eftir á: Hvar var einhver til að slá mig utan undir? Taktu hausinn út úr rassgatinu á þér og taktu tvö ár í viðbót. En það var ekki þannig, maður fór sínar eigin leiðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu