fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hareide búinn að ákveða hvaða markvörð hann ætlar sér að nota í umspilinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 16:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson, Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson komu allir við sögu í undankeppni Íslands fyrir EM 2024 sem nú er að baki. Nú tekur við umspil og telur landsliðsþjálfarinn Age Hareide sig vita hvern hann ætli að hafa í rammanum.

Rúnar Alex spilaði fyrstu sjö leiki undankeppninnar áður en Elías spilaði tvo og Hákon síðasta leikinn gegn Portúgal, þar sem hann heillaði marga.

Rúnar Alex Rúnarsson. Getty Images

Ísland er á leið í umspil um sæti á EM í mars þar sem Ísrael verður andstæðingurinn í undanúrslitum. Veit Hareide hvern hann ætlar að nota þar?

„Já, ég held það. Hákon átti virkilega góðan leik gegn Portúgal og átti mjög gott tímabil með Elfsborg,“ sagði Norðmaðurinn á blaðamannafundi í dag.

Elías Rafn Ólafsson. Getty Images

„Rúnar spilaði til að byrja með en ekki núna, sem er ekki gott. Elías hefur gert vel í Portúgal og spilaði hann því gegn Slóvakíu.

Við ákváðum að prófa alla markverðina okkar. Hákon gerði mjög vel gegn Portúgal og ég er mjög sáttur með alla okkar markverði,“ sagði Hareide.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern