fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Konan sem telur sig geta lagt Vladimír Pútín að velli

Pressan
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska blaðakonan Ekatarina Duntsova hefur hug á því að bjóða sig fram í embætti Rússlandsforseta í kosningum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári.

Ekaterina, sem er fertug einstæð móðir, er nýlega byrjuð að feta braut stjórnmála í Rússlandi en eins og mörgum er kunnugt getur hún verið þyrnum stráð fyrir andstæðinga Pútíns.

Duntsova hefur verið mjög gagnrýnin á yfirvöld í Kreml og sagt að algjör kyrrstaða hafi ríkt í Rússlandi undir stjórn Pútíns.

Ástralski fréttamiðillinn News.co.au varpaði ljósi á Ekaterinu á dögunum og vísaði meðal annars í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér þar sem hún tilkynnti framboð.

Hún segist elska landið sitt og vilji sjá Rússland verða blómstrandi ríki þar sem lýðræði og friðsæld verður í fyrirrúmi. „En eins og staðan er núna er Rússland á leiðinni í þveröfuga átt,“ segir hún og óttast að Rússland sé á leið til sjálfstortímingar.

Ekatarina leggur áherslu á það að hún er venjulegur Rússi og ekki af neinni forréttindafjölskyldu. Hún segist ekki óttast framboð gegn sitjandi forseta af þeirri ástæðu að hún nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar. Í ræðum sínum hefur hún kallað eftir rýmra tjáningarfrelsi í Rússlandi og gagnrýnt fjölda pólitískra fanga í rússneskum fangelsum.

„Líf hins venjulega rússneska borgara verður erfiðara með hverjum deginum. Borgarar geta ekki nýtt frelsi sitt til að tjá skoðanir sínar ef þeir standa gegn hagsmunum yfirvalda; fjöldi pólitískra fanga vex og mörg hundruð þúsund íbúar hafa verið hraktir út fyrir landsteinana.“

Þá segir hún að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafi einangrað ríkið og einu hreinu bandamennirnir séu núna Íran, Norður-Kórea og Eritrea.

Í umfjöllun ástralska fjölmiðilsins kemur fram að Ekatarina sé þegar komin undir smásjá yfirvalda. Þannig hafi hún verið kölluð til yfirheyrslu hjá saksóknara í heimasýslu sinni.

Fastlega er búist við því að Vladimír Pútín verði áfram forseti Rússlands nema eitthvað mikið breytist. Kosningar fara fram í mars á nýju ári og ef Pútín verður kosinn verður hann forseti til ársins 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“