fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Líkur á að eignarhald Ratcliffe gæti kostað United sæti í Meistaradeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 10:30

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá möguleiki gæti komið upp að Manchester United verði bannað frá þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð vegna kaupa Sir Jim Ratcliffe á 25 prósenta hlut í félaginu.

Ineos fyrirtæki Ratcliffe á nefnilega einnig Nice í Frakklandi og eins og staðan er í dag er liðið á leið í Meistaradeildina.

Nice er í öðru sæti í frönsku úrvalsdeildinni og aðeins stigi á eftir toppliði PSG.

Frakkar fá þrjú sæti beint inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð og eitt sæti í umspil, Englendingar fá fimm sæti beint inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Reglur UEFA taka hins vegar á því ef sami eigandinn á tvö félög, ef bæði komast inn í Meistaradeildina fær liðið sem endaði ofar í sinni deild sæti en hitt er bannað frá keppni.

Þetta gæti komið upp hjá United en Ratcliffe sem er að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern