fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Dómstóll neitaði konunni um meiri pening – Svona lýsti hún meintri nauðgun Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 18:30

Cristiano Ronaldo og Kathryn Mayorga á næturklúbbi í Las Vegas árið 2009

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Las Vegas hefur hafnað beiðni Kathryn Mayorga um að fá meiri fjármuni frá Cristiano Ronaldo. Sakar hún Ronaldo um að hafa nauðgað sér í borginni árið 2009.

Ronaldo og Mayorga gerðu með sér samkomulag árið 2009 um að hún myndi aldrei ræða samskipti þeirra. Fékk Mayorga fyrir það 50 milljónir króna.

Það var svo fyrir nokkrum árum að Mayorga steig fram og sagði að Ronaldo hefði nauðgað sér á hrottalegan hátt þetta örlagaríka kvöld.

Mayorga hefur ítrekað reynt að fá dómstóla til að taka málið upp með því að leggja fram kærur en það hefur ekki gengið.

Hún ákvað því að reyna að fá meiri fjármuni frá Ronaldo en því var hafnað. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök í málinu,

Svona lýsti hún meintri nauðgun:

„Hann er virkilega frægur og ég var smeyk, hrædd um viðbrögðin. Ég skrifaði undir þetta skjal því ég ætlaði ekki að vera í sviðsljósinu,“ sagði Mayorga.

,,Lögfræðiteymi Ronaldo reyndi að drepa þetta, ég drakk smá kampavín þetta kvöld. Ég var í aðhaldi.“

,,Hann gaf mér drykk og kynnti mig fyrir bróður sínum og öllum vínum sínum. Við spjölluðum smá og svo gaf ég honum símanúmerið mitt og fór.“

,,Ég var ný kominn út þegar ég fékk skilaboð frá Ronaldo um að koma í annað partý svo ég fór með vinkonu minni. Við biðum í andyrri hótelsins þegar þeir segja að partýið sé búið. Við fórum með þeim en ég dróg Jordan, vinkonu mína til hliðar og sagði henni að við myndum taka eina mynd af okkur og fara svo. Það var frábært útsýni þarna.“

,,Þetta voru sætir strákar en klukkan var mikið og ég átti að fara í myndatöku um morguninn, ég vildi ekki fara í heita pottinn.“

Mayorga kveðst hafa farið inn á klósett til að skipta um föt þegar Ronaldo gekk til hennar. Limur hans hafi verið kominn út úr buxunum.

,,Hann grátbað mig í 30 sekúndur að snerta liminn sinn, þegar ég neitaði því. Þá bað hann mig um að totta sig, ég hlóg að honum. Ég hélt að þetta væri grín. Hann sagðist leyfa mér að fara ef ég myndi kyssa hann, ég sagðist kyssa hann en ekki snerta liminn hans. Kossinn gerði hann enn æstari og hann fór að vera mjög ágengur, hann reyndi að snerta mig en ég ýtti honum frá mér og sagði nei.“

Hún segir að vinkona sín hafi komið inn og allt hafi róast, hún hélt að allt væri búið. ,,Hann dróg mig inn í herbergi, ég var ekki hrædd. Ég hélt að honum væri ekki alvara og sagði honum að ekkert myndi gerast.“

,,Ég snéri mér frá honum, hann reif í nærbuxurnar mínar. Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin mín. Hann stökk á mig.“

Mayorga heldur því fram að Ronaldo hafi nauðgað sér í endaþarminn, án smokks og ekki notað sleipiefni. ,

,,Eftir að hann nauðgaði mér, þá leyfði hann mér ekki að fara. Hann kallaði mig elskuna sína, hann baðst afsökunar. Hann sagðist vera góður strákur fyrir utan eitt prósent.“

,,Ég hélt að hann væri með AIDS og bað hann um að segja mér ef svo væri, hann sagði að hann væri íþróttamaður og að hann væri prófaður á þriggja mánaða fresti. Það væri ekkert að honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift