fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Fleiri myndbönd frá látunum í nótt: Messi brást hinn versti við þegar andstæðingur hans sagði þetta – „Passaðu hvað þú segir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilía tók á móti Argentínu í undankeppni HM 2026 í nótt en það sem allir eru að ræða eftir leikinn eru svakaleg slagsmál sem brutust út fyrir hann á milli argentískra stuðningsmanna og brasilísku lögreglunnar.

Fjandinn varð laus þegar átti að fara að spila þjóðsöngvana, lögregla réðist til atlögu og tók harkalega á stuðningsmönnum Argentínu. Mátti sjá lögreglumenn berja stuðningsmenn með kylfum til að mynda.

Stuðningsmenn Argentínu brugðust við með því að rífa sæti úr stúkunni og kasta í lögreglu.

Leikmenn Argentínu fóru aftur inn til búningsklefa eftir að átökin brutust út en argentíski miðillinn TyC Sports segir að Rodrygo, leikmaður Brasilíu, hafi látið þá Lionel Messi og Rodrigo de Paul í liði Argentínu heyra það fyrir að fara aftur inn í klefa og kallað þá gungur.

Messi tók þessu alls ekki vel og samkvæmt miðlinum sagði hann: „Við erum heimsmeistarar, af hverju ertu að kalla okkur þetta? Passaðu hvað þú segir.“

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi