fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Upp úr sauð á Suðurlandsbraut þegar Ríkharð vakti athygli á þessu – „Ekki vera svona vitlausir alla daga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart um helgina þegar Antoine Griezmann var orðaður við Manchester United um helgina. Þetta var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Þar gaf sparkspekingurinn geðþekki Kristján Óli Sigurðsson lítið fyrir þessa orðróma.

Kristján var ekki lengi að taka til máls eftir að þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason hóf að ræða orðrómana um Griezmann og Manchester United.

„Ríkharð, ekki lesa bara einhverja slúðurmiðla,“ sagði Kristján.

„Þetta kæmi ekkert á óvart. United er búið að gera þetta milljón sinnum,“ skaut Ríkharð þá inn í áður en Kristján tók til máls á ný.

„Þetta er þvættingur. Það er verið að búa til fréttir, ekki vera svona vitlausir alla daga.“

Ríkharð færði þá rök fyrir máli sínu.

„Hversu oft hefur United farið þessa leið? Hversu oft? 36 ára Zlatan, Henrik Larsson, Edinson Cavani. Á ég að halda áfram? Odion Ighalo. Þvættingur er þetta,“ sagði hann.

Mikael Nikulásson var með þeim félögum í setti að vanda.

„Það er allt í lagi, ef hann fær eðlileg laun, að taka hann í eitt og hálft ár. Eini möguleikinn til að hann komi er sennilega að bjóða honum einhver stjarnfræðileg laun og það er auðvitað bara þvæla,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Í gær

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara