fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Stjórn KSÍ reiknaði núvirði og hækkar gjöldin á félögin í landinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 13:30

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hækkar gjöld á félögin í landinu en þetta var samþykkt á síðasta stjórnarfundi félagsins. Kostnaður vegna dómara hækkar mikið og verður meðal annars 150 þúsund krónur í efstu deild karla.

Þá hafa þáttökugjöldin verið rædd og tekin ákvörðun um það hver þau verða fyrir næsta ár.

Stjórn KSÍ samþykkti eftirfarandi um þátttökugjöld í mótin 2024:
Íslandsmót meistarafl. 110.000.-
Nýskráningargjald mfl. 220.000.-
Bikarkeppni mfl. 35.000.-

Í fundargerð KSÍ segir svo. „Rætt um tillögu um gjöld vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara ogaðstoðardómara í samræmi við greinar 19.7 og 13.5 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Farið var vel yfir forsögu málsins, en fram til ársins 2008 greiddu aðildarfélög KSÍ ferða og uppihaldskostnað dómara og aðstoðardómara en var þá gjaldið kr. 180.000.- fyrir félög í landsdeildum mfl. kvenna og kr. 330.000-380.000 fyrir félög í landsdeildum mfl. karla. Stjórn skoðaði núvirði þessara upphæða. Á árunum 2009-2022 tók KSÍ yfir þessar greiðslur. Árið 2023 var aftur tekið upp gjald í samræmi við reglugerð og var greiðslan kr. 75.000.- á hvert félag, óháð deild. Stjórn KSÍ ræddi á fundinum um að innheimta gjöldin í samræmi við hlutfallslegan kostnað hverrar deildar í ferða- og uppihaldskostnaði dómara- og aðstoðardómara. Stjórn KSÍ er sammála því að mikilvægt sé að skoða gjaldtöku í stærra samhengi og að skoða þurfi málið áfram með hliðsjón að fjármögnun dómarastarfs og starfsemi sambandsins almennt.

Með þessi sjónarmið að leiðarljósi samþykkti stjórn gjöld vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara og aðstoðardómara í deildar- og bikarkeppnum meistaraflokka og enn fremur samþykkti stjórn að hefja sem fyrst vinnu við undirbúning 4-5 ára áætlunar um gjaldtöku í samræmi við reglugerðina, með virku samtali við aðildarfélög sambandsins.“

Gjöldin:
Íslandsmót – Besta deild karla 150.000
Íslandsmót – Lengjudeild karla 135.000
Íslandsmót – Besta deild kvenna 120.000
Íslandsmót – Lengjudeild kvenna 100.000
Íslandsmót – 2. deild karla 100.000
Íslandsmót – 3. deild karla 85.000
Íslandsmót – 2. deild kvenna 85.000
4. deild karla 85.000
5.deild karla 55.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Í gær

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina