fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ókunnugur maður gekk upp að Rúrik í New York og vildi fá ráð – Svör hans voru falleg og hvetjandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að vera heilbrigður,“ sagði Rúrik Gíslason, fyrrum knattspyrnumaður þegar ókunnugur maður gekk upp að honum í New York og spurði hann að því hvað léti honum líða vel.

Rúrik var staddur í borginni sem aldrei sefur á dögunum en þessi fyrrum knattspyrnumaður hefur öðlast heimsfrægð sem dansari og fyrirsæta eftir að ferlinum á vellinum lauk.

Maðurinn spurði Rúrik svo út í það hvaða ráð hann hefði viljað gefa sér sjálfum þegar hann var ungur.

„Að þjálfa heilann til að hafa trú á þér, allan daginn, alla daga,“ sagði Rúrik og hélt svo áfram.

„Segðu sjálfum þér að þú sért nógu góður, það eru svo margir þarna úti sem reyna að draga þig niður. Vertu trúr þér sjálfum.“

„Það verða áskoranir alls staðar, þér mun mistakast á leiðinni en haltu áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar