fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Alfreð sendir baráttukveðjur til Grindvíkinga: Aldrei upplifað annað eins – ,,Hugur minn er hjá fólkinu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 22:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Íslands við Portúgal í undankeppni EM.

Ísland spilaði þéttan og fínan varnarleik í viðureigninni en Portúgal er með frábært lið og skoraði tvö mörk í 2-0 sigri.

Frammistaðan var þó mun betri en gegn Slóvakíu á dögunum þar sem Ísland fékk skell, 4-1.

,,Við getum sótt grunninn í leikjum eins og þessum og gegn Slóvakíu heima og Portúgal heima þar sem varnarvinnan er upp á tíu og við erum að verjast sem lið, það verður alltaf grunnurinn fyrir okkur,“ sagði Alfreð.

,,Við sköpum okkur alltaf færi, við þurfum að finna þetta mix og finna okkar identity og vinna í því. Við höfum ekki mikinn tíma, það er enginn leikur þar sem við erum allir saman þar til í mars.“

Alfreð var svo spurður út í ástandið í Grindavík sem er mjög slæmt en miklar skemmdir hafa orðið í bænum og er búist við eldgosi á hverri stundu. Alfreð þekkir vel til bæjarins og lék með yngri flokkum félagsins.

,,Ekki spurning, margir góðir vinir mínir búa í Grindavík eða eiga fjölskyldu í Grindavík og sama með vinafólk fjölskyldu minnar og foreldra. Maður hefur aldrei upplifað annað eins, þetta er skrítin staða þar sem allir eru að bíða eftir að eitthvað gerist. Ég sendi mínar baráttukveðjur og hugur minn er hjá fólkinu í Grindavík og ég vona að þau fái lausn á sínum málum sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning