fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Einkunnir eftir hetjulega baráttu íslenska landsliðsins í Portúgal – Tveir fá átta

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 21:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska liðið sýndi góða frammistöðu í Portúgal í kvöld þar sem liðið tapaði 2-0 gegn einu besta landsliði í heimi. Eftir vonbrigðin í síðasta leik sýndu leikmenn liðsins karakter.

Bruno Fernandes kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik með frábæru marki en Ricardo Horta bætti við öðru marki í síðari hálfleik.

Margir í íslenska liðinu átti góðan dag en liðið leikur í næst í mars í umspili um laust sæti á EM.

Portúgal er hins vegar komið inn á mótið eftir tíu sigra í tíu leikjum í riðlinum.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Hákon Rafn Valdimarsson 7
Gerði virkilega vel framan af leik og sýndi mikið hugrekki. Gerði slæm mistök í öðru marki Portúgala en fyrir utan það var hann frábær.

Guðlaugur Victor Pálsson 7
Kröftugur og öflugur varnarlega.

Sverrir Ingi Ingason 8 – Maður leiksins
Virkilega öflugur leikur hjá Sverri, öflugur í loftinu og hafði góðar gætur á Cristiano Ronaldo

Hjörtur Hermannsson 7
Góð innkoma hjá Hirti sem hefur spilað vel þegar hann hefur fengið tækifæri til hjá Hareide.

Guðmundur Þórarinsson 8 
Frábær leikur hjá Gumma, öflugur varnarlega og gerði vel þegar hann komst upp völlinn.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Mjög vel spilaður leikur hjá Jóhanni sem er að venjast því betur og betur að spila aftast á miðjunni.

Ísak Bergmann Jóhannesson (’61) 6
Fínasti leikur hjá Ísaki í þessum leik

Arnór Sigurðsson 7
Nokkrir frábærir sprettir í fyrri hálfleik sem hefðu getað skilað marki

Jón Dagur Þorsteinsson (’61) 6
Komst ekki nógu oft á ferðina til að valda usla en gerði ágætlega

Alfreð Finnbogason (’46) 6
Klókur í erfiðri stöðu en fór af velli í hálfleik

Willum Þór Willumsson (’61) 6
Lék í fremstu víglínu og var því minna í boltanum en venjulega en gerði hlutina vel

Varamenn:

Orri Steinn Óskarsson (´46) 6
Tókst ekki að koma sér inn í leikinn fyrr en í restina

Arnór Ingvi Traustason (´61) 6
Kom sterkur inn á miðsvæðið

Andri Lucas Guðjohnsen (´61) 6
Ágæt innkoma.

Mikael Egill Ellertsson (´61) 6
Fínn kraftur í stráknum sem virðist hafa bætt sig talsvert undanfarna mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Í gær

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Í gær

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær
Missir af EM