fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mögulega ein verstu kaup í sögu Rauðu djöflana: Sat heima hjá sér og hámaði í sig snakk – ,,Allt í einu var ég á óskalista United?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Manchester United ákvað að semja við bakvörðinn Alexander Buttner árið 2012.

Buttner náði aldrei hæstu hæðum hjá Man Utd en hann var fenginn til félagsins eftir flotta frammistöðu með Vitesse í heimalandinu, Hollandi.

Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Man Utd, tók ákvörðun um að semja við Buttner en það reyndust að lokum ansi slæm kaup.

Buttner var á leiðinni í mun verra lið í úrvalsdeildinni er umboðsmaður hans fékk símtal frá Manchester United.

,,Ég sat heima hjá mér með risastóran snakkpoka og var þar ásamt vinum mínum er ég fékk símtal frá umboðsmanninum,“ sagði Buttner.

,,Þetta var mjög skrítið því nokkrum vikum áður var ég að horfa til allt annarra liða á Englandi, Southampton, Sunderland og Queens Park Rangers.“

,,Ég ætlaði að skrifa undir hjá einhverjum af þessum liðum en allt í einu var ég á óskalista Manchester United?“

,,Ég hélt að þetta væri eitthvað grín en viku seinna fékk ég óvænt símtal frá umboðsmanninum sem sagði við mig: ‘Alex, þetta er Manchester United.’

,,Vinir mínir horfðu á mig undrandi og ég sagði að við værum á leið til Manchester. Allir misstu sig, þetta var stórkostlegt augnablik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir