Jamaíka 1 – 2 Kanada
0-1 Jonathan David
1-1 Shamar Nicholson
1-2 Stephen Eustaquio
Heimir Hallgrímsson og hans menn hjá Jamaíka eru ekki í frábærum málum í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Heimir er landsliðsþjálfari Jamaíka en lið hans tapaði fyrri viðureigninni gegn Kanada í 8-liða úrslitum.
Shamar Nicholson gerði eina mark Jamaíka í leiknum en Jonathan David og Stephen Eustaquio gerðu mörk Kanada.
Jamaíka þarf því að vinna seinni leikinn á útivelli til að komast áfram í undanúrsliti.