Helgi Sigurðsson verður aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá Fram í Bestu deild karla.
Þetta var staðfest í dag en Helgi gerir tveggja ára samning við Fram.
Rúnar var ráðinn þjálfari Fram fyrr í vetur og er hann að fá inn gríðarlega reynslumikinn aðstoðarmann.
Helgi var síðast aðalþjálfari hjá Grindavík í Lengjudeildinni en hætti með liðið síðasta sumar eftir stutta dvöl.
Helgi þekkir aðeins til Fram en hann lék 61 leik fyrir liðið sem leikmaður og skoraði 37 mörk.