Það er möguleiki á að Barcelona muni reka knattspyrnustjóra sinn Xavi ef gengi liðsins batnar ekki á næstu mánuðum.
Frá þessu greina spænskir miðlar og er Barcelona að horfa til Girona þar sem Michel Sanchez er við stjórnvölin.
Sanchez hefur gert stórkostlega hluti með Girona sem er óvænt í toppbaráttunni á þessu tímabili.
Bar Canaletes greinir frá því að Barcelona sé að fylgjast grant með gangi mála hjá Girona og er stjórn félagsins hrifin af því starfi sem Sanchez er að vinna.
Ef gengið versnar undir Xavi þá eru allar líkur á að Sanchez fái kallið en Girona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og hefur komið öllum á óvart.