Fallegt augnablik átti sér stað í gær eftir leik Kólumbíu og Brasilíu sem fór fram í undankeppni HM.
Luis Diaz skoraði bæði mörk Kólumbíu í 2-1 sigri og skoraði þar tvö mörk framhjá samherja sínum Alisson.
Alisson og Diaz eru samherjar hjá Liverpool á Englandi og eru miklir vinir og það sást svo sannarlega eftir lokaflautið.
Diaz hefur upplifað erfiða tíma undanfarnar vikur en foreldrum hans var rænt í heimalandinu en var síðar sleppt.
Alisson og Diaz féllust í faðma eftir leikinn í gær eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.
Alisson showing love to Luiz Diaz after their game.
This is what Liverpool is all about. YNWA❤️ pic.twitter.com/wGq6XHAH4Z
— onlyLFC🧃 (@only___LFC) November 17, 2023