Harry Kane komst á blað fyrir enska landsliðið í gær sem spilaði við Möltu í undankeppni EM.
England var miklu sterkari aðilinn í þessum leik en Kane skoraði annað mark liðsins á 75. mínútu.
Fyrir það fékk Kane gult spjald fyrir leikaraskap en margir vilja meina að um fáránlegan dóm hafi verið að ræða.
Markvörður Möltu virtist snerta Kane innan teigs og væri þá um vítaspyrnu að ræða en dómarinn var ánægður með eigin ákvörðun.
,,Hvaða andskotans kjaftæði er þetta?“ skrifar einn á Twitter og bætir annar við: ,,Eru þetta sömu dómararnir og í ensku úrvalsdeildinni?“
Þetta má sjá hér.
Tell Me How Is This Not A Pen For Kane And A Dive For Harry Kane??!? pic.twitter.com/bDG04bRT3K
— Sean Roy Higgins (@SeanRoyHiggins) November 17, 2023