Cole Palmer, leikmaður Chelsea, veit ekki af hverju hann fagnaði eins og hann gerði gegn Manchester City um síðustu helgi.
Palmer yppti öxlum eftir að hafa skorað jöfnunarmark Chelsea gegn Man City í leik sem lauk með 4-4 jafntefli.
Englendingurinn vissi í raun ekki hvernig hann ætti að fagna markinu þar sem hann var að skora gegn eigin uppeldisfélagi.
Venjulega hefði Palmer fagnað mun meira en raun bar vitni í þessum leik en hann er nú staddur með enska landsliðinu og fékk kallið eftir leikinn umtalaða gegn Englandsmeisturunum.
,,Ég var þarna í 15 ár, ég get ekki fagnað markinu eins og ég myndi gera venjulega þegar ég skora jöfnunarmark á 95. mínútu,“ sagði Palmer.
,,Ég ákvað bara að lyfta upp höndunum. Ég veit ekki af hverju.“