Pedro, fyrrum leikmaður Barcelona, er reiðubúinn í að enda ferilinn hjá félaginu og skrifa undir á lokametrum ferilsins.
Pedro er 36 ára gamall í dag og spilar með Lazio en hann gerði garðinn frægan með Barcelona og hélt svo til Englands og síðar til Ítalíu.
Ef Xavi, stjóri Barcelona, hringir í Pedro er Spánverjinn meira en tilbúinn að halda aftur til heimalandsins og skrifa undir hjá ‘sínu’ félagi.
,,Ef þeir segja mér að þeir hafi áhuga og Xavi hringir í mig áður en hann leggur á og sér eftir því, þá er ég mættur,“ sagði Pedro.
,,Barcelona er mitt heimili, það þýðir ekki að ég gefi ekki allt í verkefnið hjá Lazio. Barca er mitt lið. Það væri erfitt fyrir mig að snúa aftur og þá aðallega vegna aldurs en ég myndi elska það.“
,,Það væri stórkostlegt að enda ferilinn hjá Barcelona en þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa mikið út í.“