Manchester City er nálægt því að ganga frá kaupum á Finley Gorman sem er 15 ára enskur miðjumaður.
Gorman er á mála hjá Leeds en ensku meistararnir eru að ræða við City um að kaupa hann.
Finley Gorman er sóknarsinnaður miðjumaður sem er sagður eitt mesta efni Englands.
City er duglegt að bæta við unglingastarf sitt sem er eitt það fremsta í heimi.
Búist er við að City gangi frá málunum á næstunni og að Finley Gorman verði leikmaður félagsins.