Það eru 97 prósent líkur á því að íslenska landsliðið endi í umspili um laust sæti á Evrópumótinu næsta sumar.
Er þetta umspil i gegnum Þjóðadeildina þar sem liðið náði í fjögur jafntefli í fjórum leikjum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.
Líklegast er að íslenska liðið fari inn í gegnum umspilið í gegnum B-riðil Þjóðadeildarinnar og mæti þar Ísrael.
Íslenska liðið hefur spilað afar illa í gegnum undankeppni Evrópumótsins en ágætis úrslit í Þjóðadeildinni gefa liðinu von.
Íslenska liðið fékk skell gegn Slóvakíu í gær þegar liðið hafði enn veika von á því að komast beint inn á mótið en sá möguleiki er nú úr sögunni.
To enter EURO 2024 Play-offs:
🇬🇷 Greece – 99%
🇪🇪 Estonia – 97%
🇮🇸 Iceland – 97%
🇵🇱 Poland – 96%
🇰🇿 Kazakhstan – 91%🇮🇱 Israel – 67%
🏴 Wales – 60%
🇺🇦 Ukraine – 59%🇮🇹 Italy – 42%
🇭🇷 Croatia – 41%
🇳🇴 Norway – 31%🇦🇿 Azerbaijan – 9%
🇨🇿 Czechia – 7%(% per @fmeetsdata) pic.twitter.com/UTUo6tr3ei
— Football Rankings (@FootRankings) November 17, 2023