Það verður hart barist um Leroy Sane kantmann FC Bayern næsta sumar en taldar eru miklar líkur á að hann fari.
Sane hefur ekki viljað gera nýjan samning við Bayern en viðræður um slíkt eru í gangi.
Liverpool hefur lengti haft augastað á þessum 27 ára gamla kantmanni frá Þýskalandi.
En nú segir Bild í Þýskalandi frá því að Manchester City sé mætt við borðið og vilji krækja í kappann.
Sane lék með City til ársins 2020 þegar hann fór heim til Þýskalands, hann hefur hins vegar reglulega verið í Manchester þar sem unnusta hans er búsett.
Bayern vill ræða nýjan samning við Sane en talið er líklegt að hann vilji aftur til Englands.