Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hefur ekki náð að bæta leik íslenska landsliðsins neitt frá tíma Arnars Þórs Viðarsson, ef miðað er meðalfjölda stiga í leik.
Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun í mars að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi, vakti tímasetning á brottrekstri hans nokkra athygli.
Undankeppni Evrópumótsins var þá farin af stað, tapaði Arnar fyrsta leik í Bosníu afar illa en vann svo stærsta sigur í sögu landsliðsins gegn Liechtenstein.
Arnar stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik og sótti í þeim leikjum 31 stig, Arnar var með því með stig að meðaltali í leik. Liðið vann sex leiki undir stjórn Arnars, gerði 13 jafntefli og tapaði þremur leikjum
Hareide hefur stýrt íslenska landsliðinu í sjö leikjum, hann hefur í þeim leikjum sótt sjö stig eða stig að meðaltali í leik líkt og Arnar.
Hareide hefur tapað fjórum leikjum í starfi sínu, unnið tvo og gert eitt jafntefli.
Stjórn KSÍ kynnti breytingarnar þannig að Hareide ætti að koma íslenska landsliðinu á EM, hann á enn möguleika á því í gegnum umspil sem Arnar Þór kom liðinu í með árangri í Þjóðadeildinni.