Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi var gestur í Íþróttavikunni um helgina. Þessi fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnumaður fór víða yfir sviðið.
Það vakti nokkra athygli í vikunni að Albert Guðmundsson gerði nýjan samning við Genoa á Ítalíu. Albert hefur verið orðaður við nokkur stórlið undanfarið eftir góða frammistöðu í efstu deild þar í landi.
Sagt er að Albert fái ríflega launahækkun eftir að hafa framlengt samning sinn.
„Ég held að þeir séu að reyna að halda honum út tímabilið, að liðið haldi sér uppi sem lykilmaður. Ég er nokkuð viss um að hann fari næsta sumar, ef menn geta eitthvað í minni liðunum,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Kári sem lék með Alberti í íslenska landsliðinu lofsyngur frammistöðu Alberts.
„Búinn að standa sig frábærlega, þessi samningur er þannig að það er samkomulag að hann geti farið fyrir X upphæð. Þetta gerir ekkert varðandi hans framtíð, hann er búinn að standa sig frábærlega. Búinn að finna deildina sem hentar sér.“
Umræðan um þetta er hér að ofan.