fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Ræðir samstarfið við Arnar sem gæti farið – „Tuðum alveg í honum endalaust varðandi ákveðin atriði“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 18. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi var gestur í Íþróttavikunni um helgina. Þessi fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnumaður fór víða yfir sviðið.

Í vikunni voru fréttir af því að Arnar Gunnlaugsson væri mættur í viðræður við Norköpping í Svíþjóð en dregið var í land með það.

Kári telur ansi líklegt að nokkur félög séu að skoða Arnar. „Mér finnst mjög líklegt að það sé mjög mikill áhugi, það hefur ekkert formlega borist okkur ennþá,” segir Kári

video
play-sharp-fill

„Við viljum halda honum eins lengi og auðið er, það er erfitt. Hann hefur sannað sig sem frábær þjálfari og besti þjálfari Íslands í dag. Það er eðlilegt að það sé áhugi.“

Hrafnkell Freyr Ágústsson telur meiri líkur en minni á því að Arnar fari út í vetur. „Ég held að það sé líklegt, fari í miðlungs lið í Svíþjóð eða Danmörku og geti svo unnið sig svo í toppliðin,“ segir Hrafnkell.

Kári vinnur afar náið með Arnari og ber honum söguna vel. „Það er æðislegt, hann stjórnar liðsvalinu og ég á ekkert við. Hann er sjarmerandi og flottur leiðtogi.“

„Við tuðum alveg í honum endalaust varðandi ákveðin atriði, við áttum okkur á því að hann stjórnar þessu. Við reynum að koma okkar skilaboðum til skila en það er ekki alltaf sem hann hlustar. Við segjum okkar skoðun á varnarleiknum, oft tekur hann mark á því en ekki alltaf.“

Kári segir planið hjá sér vera að ef Arnar fer að aðstoðarþjálfarinn, Sölvi Geir Ottesen taki við. „Það er þannig sem ég horfi á það, að það sé samfella í starfinu. Að við byggjum ofan á það sem fyrir var, það er mín stefna með Víking að við byggjum ofan á það sem Arnar hefur byggt upp og bætum það sem við teljum þurfa að bæta.“

Hann segir áhættu vera í því að fara í algjörlega nýja stefnu ef Arnar fer. „Það er rosa risky move, við verðum að standa og falla með því að keyra þessa stefnu.“

„Það eru fáir betri þjálfarar að læra undir en Arnar, Sölvi er þannig úr garði gerður að hann hefur margt í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford

Casemiro gefur í skyn að hann vilji halda áfram á Old Trafford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fabregas eða Ten Hag?
Hide picture