Andri Fannar Baldursson og Daníel Leó Grétarsson hafa verið kallaðir í A landsliðið fyrir leikinn við Portúgal í undankeppni EM. Hákon Arnar Haraldsson er meiddur og verður ekki með íslenska liðinu í leiknum.
Íslenska liðið fékk skell í Slóvakíu í gær þegar liðið tapaði þar 4-2.
Gengi íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins hafa verið mikil vonbrigði undir stjórn Age Hareide.
Liðið leikur sinn síðasta leik í riðlinum gegn Portúgal sem er búið að vinna riðilinn.