fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Jóhann Berg eftir tapið: ,,Ég sagði við dómarann í hálfleik að þetta væri soft“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í kvöld er liðið mætti Slóvakíu í undankeppni EM.

Ísland tapaði 4-2 á útivelli og var frammistaðan svekkjandi en Ísland komst yfir í þessari viðureign.

Jóhann Berg viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið nógu góð en var þó ekki ánægður með dómgæsluna ytra.

,,Auðvitað ekki nógu gott að tapa 4-2, við komumst 1-0 yfir og svo þjarma þeir á okkur og fá nokkur horn og skora úr því og svo er klaufalegt að við gefum þeim víti,“ sagði Jóhann Berg við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var erfitt eftir það og bara ekki nógu gott. Ég sagði við dómarann í hálfleik að þetta væri ansi soft, ég verð að viðurkenna það en ef hann fer í skjáinn og kíkir á þetta tíu sinnum og það er búið að hægja á þessu þá auðvitað sér hann einhverja snertingu. Fyrir mér er þetta ekki víti.“

,,Við föllum kannski of langt til baka sem er eðlilegt á útivelli 1-0 yfir, mér fannst við ekki finna pressuna hvenær við ættum að fara, við vorum einu skrefi eftir á og það er ekki hægt á þessu stigi. Við þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Í gær

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn