fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Jóhann Berg eftir tapið: ,,Ég sagði við dómarann í hálfleik að þetta væri soft“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í kvöld er liðið mætti Slóvakíu í undankeppni EM.

Ísland tapaði 4-2 á útivelli og var frammistaðan svekkjandi en Ísland komst yfir í þessari viðureign.

Jóhann Berg viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið nógu góð en var þó ekki ánægður með dómgæsluna ytra.

,,Auðvitað ekki nógu gott að tapa 4-2, við komumst 1-0 yfir og svo þjarma þeir á okkur og fá nokkur horn og skora úr því og svo er klaufalegt að við gefum þeim víti,“ sagði Jóhann Berg við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var erfitt eftir það og bara ekki nógu gott. Ég sagði við dómarann í hálfleik að þetta væri ansi soft, ég verð að viðurkenna það en ef hann fer í skjáinn og kíkir á þetta tíu sinnum og það er búið að hægja á þessu þá auðvitað sér hann einhverja snertingu. Fyrir mér er þetta ekki víti.“

,,Við föllum kannski of langt til baka sem er eðlilegt á útivelli 1-0 yfir, mér fannst við ekki finna pressuna hvenær við ættum að fara, við vorum einu skrefi eftir á og það er ekki hægt á þessu stigi. Við þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi