fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Þegar farþegaflugvélin var komin í 3 km hæð gerði áhöfnin óhugnanlega uppgötvun

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 04:24

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar farþegaflugvél frá Titan Airways var á leið frá London til Ontario í síðasta mánuði gerði áhöfnin óhugnanlega uppgötvun þegar vélin hafði náð þriggja kílómetra hæð. Vélin er af gerðinni Airbus A321.

Það vantaði hluta af tveimur gluggum í farþegarýminu og það gerði flugferðina mjög hættulega. Mirror skýrir frá þessu og segir að eins og gefur að skilja hafi flugmennirnir strax breytt um stefnu og ákveðið að halda aftur til London og lenda þar. Ekkert kom fyrir farþegana eða áhöfnina.

Eftir því sem Air Accident Investigation Branch, AAIB, segir þá voru það farþegar sem gerðu áhöfninni viðvart um að eitthvað væri að. Þeim fannst meiri hávaði en venjulega og að það væri kaldara en venjulega.

AAIB segir að þetta hefði getað endað með miklum hörmungum ef loftþrýstingurinn inni í vélinni hefði fallið niður á hættustig eða ef skrokkur vélarinnar hefði skemmst.

Talið er að vélin hafi skemmst daginn áður en þá var hún notuð við kvikmyndatöku. Gríðarlega sterkir ljóskastarar voru látnir lýsa á vélina og benda frumniðurstöður rannsóknar til að ljósin hafi sent svo mikinn hita frá sér að gluggarnir skemmdust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi