fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Geir hefur haft samband við mann sem hann vill sjá sem næsta formann KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að nýr formaður KSÍ verði kjörinn á næsta ári en Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér nýjan leik.

Margir hafa verið nefndir til sögunnar en Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ hefur lagt nafn í púkkið.

Geir telur að Jónas Þórhallsson sem lengi far í forsvari fyrir fótboltann í Grindavík og gerði magnaða hluti fyrir félagið.

„Snemma í haust hafði ég samband við Jónas Þórhallsson góðan vin úr Grindavík og leiðtoga knattspyrnufólks þar í bæ í áratugi. Afrek hans innan fótboltans eru nánast einstök fyrir fámennt bæjarfélag. Má nefna lið í efstu deild, þátttaka í Evrópumótum, uppbygging mannvirkja, traustur rekstur, einstök liðsheild utan sem innan vallar og margar fyrirmyndir frá Grindavík,“ skrifar Geir um félaga sinn á Facebook.

Geir telur að Jónas eigi að reyna að komast í starf formanns KSÍ.

„Mitt erindi var og er hvort Jónas gæti fært enn eina fórnina fyrir íslenska knattspyrnu og gefið kost á sér að leiða íslenska knattspyrnu sem formaður KSÍ. Engan sæi ég betri til að sameina knattspyrnuhreyfinguna þar sem félögin sjálf væru aftur í forgangi, maður sem nýtur trausts félaga á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Nú þarf leiðtoga til að sameina íslenskan fótbolta og það væri gæfa að Jónas tæki hlutverkið að sér. Hef hugsað til Jónasar síðustu daga og um hans afrek í boltanum út við ysta sæ. (Fyrirgefðu Jónas að ég birti þetta að þér forspurðum og ekki síst þegar erfiðleikar steðja að hjá þér eins og öllum íbúum Grindavíkur. En það spyrja mig margir hvert stefni skuli. Fótboltinn stendur með Grindavík sem órofa heild á erfiðum tímum.),“ segir Geir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“