Það er svo sannarlega hægt að fullyrða það að Kristian Nökkvi Hlynsson sé vonarstjarna Íslands í fótboltanum. Hann hefur spilað frábærlega með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni undanfarið.
Kristian er 19 ára gamall miðjumaður sem verið hefur í íslenska landsliðshópnum frá því að Age Hareide tók við liðinu.
Kristian Nökkvi hefur hins vegar ekki enn fengið tækifæri innan vallar, hann átti að spila síðasta leik gegn Liechtenstein en meiddist lítillega.
Íslenska liðið mætir Slóvakíu á útivelli í kvöld og þar gæti komið fyrsta tækifæri hans, meiðsli í liðinu færa hann framar í röðinni.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum vegna meiðsla og Hákon Arnar Haraldsson er ekki með í kvöld vegna meiðsla. Báðir spila svipaða stöðu og Kristian og gætu meiðslin opnað dyrnar fyrir hann.
Kristian fór frá Breiðablik þegar hann varð 16 ára gamall og gekk í raðir hollenska stórliðsins þar sem hann er nú í stóru hlutverki.