Á Tik Tok síðu hlaðvarpsins, Dr Football er rifjað upp ansi skemmtilegt atvik frá árinu 2013.
Hjörvar Hafliðason, sem stýrir Dr. Football var þá mættur í beina útsendingu hjá Sky Sports.
Var þetta í aðdraganda þess að íslenska liðið var á leið í umspil gegn Króatíu um laust sæti á Heimsmeistaramótinu ári síðar.
„Halvar Haveedersen,“ sagði fréttamaðurinn þegar hann kynnti Hjörvar inn og sagðist ekki geta borið nafnið betur fram.
Hjörvar hafði gaman af þessu á sínum tíma og birtir nú myndbandið af þessu skondna atviki.
@drfootballpodcast Sky Sports News speaks to Icelandic journalist Halvar Haveedersen ahead of the national side's game against Croatia.