Roy Keane ætti að taka við írska landsliðinu á næstu vikum en starf Stephen Kenny er í mikilli hættu og er búist við að hann verði látinn taka poka sinn á næstunni.
Þetta segir Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, en hann er handviss um að Keane myndi gera góða hluti með Írland sem er að eiga erfitt uppdráttar þessa stundina.
Keane er stórt nafn í knattspyrnuheiminum en hann er fyrrum landsliðsmaður Írlands og er þekktastur fyrir tíma sinn sem leikmaður Manchester United.
,,Landsliðið er ekki með styrktaraðila og Roy Keane myndi græja fimm til tíu styrktaraðila um leið!“ sagði Hamann.
,,Ég er ekki að segja að það sé eina ástæðan fyrir ráðningunni því við vitum öll að hann getur þjálfað í hæsta gæðaflokki.“
,,Hann er mjöög virtur maður bæði innan sem utabn vallar, ég er ekki viss hvort hann taki starfið að sér en hann yrði mitt val.“