Jorginho miðjumaður Arsenal er byrjaður að skoða það hvort hann fari frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Arsenal keypti Joringho til félagsins frá Chelsea í janúar og gerði hann átján mánaða samning við félagið.
Jorginho hefur ekki farið í felur með það að hann hefði áhuga á því að fara heim til Ítalíu og spilar þar.
Ítalskir miðlar segja að Lazio, AC Milan og Napoli hafi áhuga á að krækja í landsliðsmanninn.
Jorginho er 31 árs gamall en hann hefur átt góðan feril á Englandi með Chelsea og nú Arsenal.