Richard Arnold lætur af störfum sem framkvæmdarstjóri Manchester United í janúar. Félagið hefur sagt upp samningi hans við félagið.
Arnold hefur stýrt félaginu síðustu ár eftir að Ed Woodward fór úr starfinu.
Sir Jim Ratcliffe vill ráðast í breytingar á fólki sem ræður miklu í félaginu og er uppsögnin á Arnold fyrsti liður í því.
Ratcliffe er að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu og ætlar sér einnig að skipta út yfirmanni knattspyrnumála.
Ratcliffe hefur undanfarin ár rekið Nice í Frakklandi með misjöfnum árangri en fær nú að ráðast í miklar breytingar á Old Trafford.
Breaking: Richard Arnold is set to step down from his role as Manchester United's CEO #mufc https://t.co/iD31HCypV0 pic.twitter.com/CWbVSzBB8O
— Man United News (@ManUtdMEN) November 15, 2023