Stærstu félög í Evrópu eru alltaf að skoða það hvar sé hægt að gera góð kaup og það getur oft hjálpað að geta fengið leikmenn frítt.
Í janúar er hægt að byrja að ræða við leikmenn sem eru að verða samningslausir.
Kylian Mbappe er heitasta nafnið sem hægt verður að krækja í frítt næsta sumar, samningur hans við PSG er að renna út.
Alvaro Morata framherji Atletico Madrid er einnig að verða samningslaus og gæti orðið heitur biti.
Manchester United gæti misst Victor Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka en samningar þeirra eru að renna út. Ákvæði er þó í samningum þeirra um að framlengja um eitt ár.
Adrien Rabiot miðjumaður Juventus er einnig að verða laus en hann hefur oft íhugað það að fara frá Juventus.