Enska götublaðið The Sun fjallar um Hermann Hreiðarsson í dag en hann átti afar farsælan feril á Englandi og vakti oftar en ekki mikla athygli þar í landi.
The Sun fjallar í dag á ítarlegan hátt um þá staðreynd að Hermann eigi hótelið Stracta hótelið á Suðurlandi.
Hermann ásamt fleirum opnaði hótelið árið 2014 en umfjöllun enska blaðsins snýst um það að hægt sé að sjá Norðurljósin frá hótelinu.
Norðurljósin sjást oftar en ekki ansi vel á Suðurlandi og er Stracta sagður frábær áfangastaður til að upplifa það.
Segir í grein The Sun að besti tíminn til að reyna að upplifa ljósin sá frá september og fram í apríl, þá séu ljósin oft í fullu fjöri.
Hermann er í dag þjálfari ÍBV en liðið féll úr Bestu deild karla í sumar og leikur því í Lengjudeildinni á næsta ári.