Andy Townsend fréttamaður hjá TalkSport segir frá því að leikmenn Real Madrid fái aðeins borguð laun sín tvisvar á ári. Á flestum vinnustöðum er borgað út mánaðarlega.
Frá þessu var sagt á Talksport í vikunni en þetta veit Townsend eftir að hafa spjallað við fyrrum leikmann félagsins.
„Vissir þú að leikmenn Real Madrid, ég veit þetta af því að Michael Owen sagði mér þetta. Þeir fá bara borgað tvisvar á ári,“ segir Townsend.
„Það kemur helvítis hellingur tvisvar á ári, ég veit að þeir fá bara borgað þessu.“
Umræðan kom í kjölfarið af því að Jude Bellingham er að leita sér af húsi í Madríd eftir frábæra byrjun hjá félaginu.
„Owen sagði mér það að þeir vilja allir byrja vel svo þeir fái nú örugglega borgað fyrstu greiðsluna í desember.“