Chelsea getur náð Meistaradeildarsæti á þessu tímabili ef þú spyrð markmanninn öfluga Robert Sanchez.
Sanchez kom til Chelsea í sumar og er aðalmarkvörður liðsins en þeir bláklæddu hafa staðið sig vel í stóru leikjunum á tímabilinu.
Chelsea hefur gert jafntefli við Liverpool, Arsenal og meistara Manchester City en frammistaðan gegn slakari liðunum hefur verið slæm.
Chelsea er nokkuð frá Meistaradeildarsæti þessa stundina en Sanchez er viss um að liðið geti blandað sér í baráttuna að lokum.
,,Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert undanfarið og bætum okkar leik enn frekar þá tel ég að það sé möguleiki,“ sagði Sanchez.
,,Það verður erfitt verkefni en við erum með liðsandann og sjálfstraustið. Við trúum á þau gæði sem við erum með, við getum komist þangað.“