Ari Freyr Skúlason hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum, þessi kraftmikli leikmaður var að klára samning sinn hjá IFK Norköpping.
Ari Freyr er 36 ára gamall en hann lék á ferli sínum 83 A-landsleiki. Hann var í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem fór á EM og HM.
„Án orða, það hafa verið forréttindi að hafa fótboltann sem starf í öll þessi ár og núna er það búið,“ skrifar Ari á Instagram.
„Ég vil þakka öllu frábæra fólkinu og leikmönnunum í félagsliði og landsliði sem ég spilaði með.“
Ari var atvinnumaður í sautján ár en hann lék í Svíþjóð, Danmörku og í Belgíu á farsælum ferli.
Með færslu sinni Ari gæsahúðar myndband sem má sjá hér að neðan.