fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Jón Rúnar lætur stjórnvöld heyra það – „Við getum tekið pólitíska ákvörðun um það að vera D-lið, vera rusl“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í ÍTF og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH segir að íþróttahreyfingin verði að fara að láta heyra meira í sér. Hann segir aðstöðumál og fleira ekki geta setið á hakanum lengur.

Jón Rúnar og fleiri eru á því að bæði ríki og sveitarfélög hafi svelt íþróttahreyfinguna fjármagni í alltof langan og gerð var skýrsla um slíkt.

„Við í ÍTF gerðum skemmtilega skýrslu, framlög ríkisins til íþróttamála. Við erum búnir að fara með þetta á milli manna, háttsettra, miðjusettra og hvar þeir eru í stiganum. Það er mikill skilningur og það á að gera eitthvað, það gerist ekkert,“ segir Jón í hlaðvarpsþættinum Tveir á tvo.

Jón Rúnar segir að knattspyrnuhreyfingin hafi of lengi ekki haft nógu hátt um stöðu mála. „Við höfum ekki farið með gassagangi og heimtað hitt og þetta, að allt fari í skrúfuna ef ekkert er gert. Við þurfum að fara að sýna almenningi hvernig þetta er.“

Hann segir dæmið ekki ganga upp að ríkið setji alla ábyrgð á sveitarfélögin þegar kemur að aðstöðumálum.

„Það er bara ekki rétt að aðkoma ríkisins, að ríkið geti sagt endalaust að aðstaða sé á vegum sveitarfélaganna. Öll borgum við skatta, það er ekkert rétt að sumir hlutir geti verið á vegum ríkisins og aðrir ekki. Listir og menning, af hverju eru þau ekki á vegum sveitaraféalaga?,“ segir Jón og heldur áfram.

„Nei það er hefð fyrir því og ég er algjörlega sammála því, ég er fylgjandi því að því sé haldið á lofti. Það má ekki vera þannig að það sé endalaust hægt að gera ekki neitt fyrir íþróttir.“

Hann segir flesta skilja málið en ekkert gerast, betra væri ef ráðamenn væru bara heiðarlegir og segðu að íþróttir væru bara í ruslflokki.

„Við getum tekið pólitíska ákvörðun um það að vera D-lið, vera rusl. Það þarf einhver að koma og segja það, það væri miklu heiðarlegra. Að vera alltaf að þvæla og þykjast, það gengur ekkert mikið lengur.“

Viðtalið má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea